Íslenskir lífeyrissjóðir renna hýru auga til sérhæfðra fjárfestinga, ekki síst í sambandi við innviði, en vægi þeirra hefur verið minna hér á landi en víða annars staðar. Íslenskir lífeyrissjóðir eru árum á eftir þeim norsku hvað vægi slíkra fjárfestinga varðar
Andrea Sigurðardóttir
andrea@mbl.is
Íslenskir lífeyrissjóðir renna hýru auga til sérhæfðra fjárfestinga, ekki síst í sambandi við innviði, en vægi þeirra hefur verið minna hér á landi en víða annars staðar. Íslenskir lífeyrissjóðir eru árum á eftir þeim norsku hvað vægi slíkra fjárfestinga varðar.
Sérhæfðar fjárfestingar hafa reynst stærsta eignastýringarfyrirtæki Noregs, Storebrand, afar vel á undanförnum árum. Dagfin Norum, fjárfestingastjóri hjá Storebrand, lýsir því hvernig vægi sérhæfðra fjárfestinga hefur aukist hjá Storebrand á síðasta áratugnum.
Sérhæfðar fjárfestingar
„Upphaflega einskorðuðust sérhæfðar fjárfestingar okkar við fasteignafjárfestingar, sem nær allir fjárfesta í, en undir lok tíunda áratugarins bættust
...