40 ár verða liðin frá stofnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á morgun, sunnudaginn 1. desember. Segir í tilkynningu að af því tilefni verði boðið til veislu í safninu. „Klukkan 14 heldur Birgitta Spur, stofnandi safnsins, erindi um sögu þess og klukkan 15 verður sýnd heimildarmyndin Torn sem fjallar um konuna Birgittu Spur.“
Þá er jafnframt um að ræða síðustu sýningarhelgi sýningarinnar Laugarneshughrif (Imprints of Laugarnes) en þar leikur kanadíski listamaðurinn Carl Philippe Gionet sér að samspili náttúrunnar og listrænnar arfleifðar Sigurjóns Ólafssonar.
„Megininnblástur verka hans er Laugarnesið sjálft með sína mögnuðu sögu og úfið landslag með klöppum og klettum þar sem finna má einstæða áferð og mynstur,“ segir í tilkynningu þar sem jafnframt kemur fram að verkin á sýningunni séu nær eingöngu unnin með grafít
...