40 ár verða liðin frá stofn­un Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­­son­ar á morgun, sunnudaginn 1. desember. Segir í tilkynningu að af því tilefni verði boðið til veislu í safninu. „Klukk­an 14 held­ur Birg­itta Spur, stofn­andi safns­ins, er­indi um sögu …
Safnstjóri Birgitta Spur heldur erindi um safnið á morgun kl. 14.
Safnstjóri Birgitta Spur heldur erindi um safnið á morgun kl. 14. — Morgunblaðið/Eggert

40 ár verða liðin frá stofn­un Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­­son­ar á morgun, sunnudaginn 1. desember. Segir í tilkynningu að af því tilefni verði boðið til veislu í safninu. „Klukk­an 14 held­ur Birg­itta Spur, stofn­andi safns­ins, er­indi um sögu þess og klukk­an 15 verður sýnd heimildar­­mynd­in Torn sem fjallar um konuna Birgittu Spur.“

Þá er jafnframt um að ræða síðustu sýningarhelgi sýningarinnar Laugarneshughrif (Im­prints of Laugar­nes) en þar leik­ur kanad­íski lista­mað­ur­inn Carl Phil­ippe Gionet sér að sam­spili nátt­úr­­­­unn­ar og list­rænn­ar arf­leifð­ar Sigur­jóns Ólafs­son­ar.

„Megin­innblást­ur verka hans er Laugar­nes­ið sjálft með sína mögn­uðu sögu og úfið lands­lag með klöpp­um og klett­um þar sem finna má ein­stæða áferð og mynstur,“ segir í tilkynningu þar sem jafnframt kemur fram að verkin á sýningunni séu nær eingöngu unnin með grafít

...