Milljónir fást árlega fyrir þátttöku í „gæðastýringunni“.
Kristín Magnúsdóttir
Kristín Magnúsdóttir

Kristín Magnúsdóttir

Skömmu eftir aldamót buðu stjórnvöld kindaeigendum landsins að taka þátt í sérstakri „gæðastýringu“. Markmiðið var að fá kindaeigendur til að stunda siðlega og löglega búhætti. Til verkefnisins voru lagðir hátt í tveir milljarðar á ári af skattfé almennings.

Þeir sem tækju þátt í „gæðastýringu“ skyldu m.a. eingöngu beita lönd sem þeir hefðu heimild til að nýta. Tugum milljarða og tæpum aldarfjórðungi seinna er alkunna að kindaeigendur sem sleppa búfé sínu í byggð, til að það framfleytist einhvers staðar í leyfisleysi í löndum annarra, fá einnig greiðslur fyrir „gæðastýringu“.

Ástæðan er að matvælaráðuneytið kýs að hafa ekkert eftirlit með búháttum þátttakendanna. Kindaeigendur sem jafnvel stæra sig af því opinberlega að beita lönd annarra í

...