„Ég er nokkuð sannfærður um að VG muni ekki ná inn. Ég held að þeirra áhyggjur séu núna það að þeir nái yfir 2,5% því það eru mörkin til að fá opinberan styrk. En auðvitað verða þau sjálfsagt nær 5% en það.“ Þetta segir Geir H
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Ég er nokkuð sannfærður um að VG muni ekki ná inn. Ég held að þeirra áhyggjur séu núna það að þeir nái yfir 2,5% því það eru mörkin til að fá opinberan styrk. En auðvitað verða þau sjálfsagt nær 5% en það.“
Þetta segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann rýnir í stöðu stjórnmálaflokkanna á vettvangi Spursmála. Þar er hann gestur að þessu sinni ásamt Björt Ólafsdóttur, fyrrverandi ráðherra Bjartrar framtíðar.
Hann telur einnig að baráttan í efri hlutanum sé mjög jöfn.
„Mér finnst líklegt að þetta endi þannig að Samfylkingin detti eitthvað niður fyrir
...