Tónlistarhópurinn Elektra Ensemble fær til liðs við sig Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu á tónleikum á morgun, sunnudag, en þar verður leikin hugljúf og nærandi tónlist, að því er segir í tilkynningu. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Massenet, Clöru Schumann, Arvo Pärt, André Previn og Ingibjörgu Azima. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefjast kl. 20. Elektra Ensemble skipa Ástríður Alda Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir og Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir.