Hér höfðu piltarnir umbreyst úr harðkjarnasveit sem hugsaði út fyrir kassann í rokkguði sem átu snáka í morgunmat og spúðu eldi á sviði.
Vetrardrengir Mínus-piltar glettast hver við annan á Þingvöllum 2003, árið sem Halldór Laxness kom út.
Vetrardrengir Mínus-piltar glettast hver við annan á Þingvöllum 2003, árið sem Halldór Laxness kom út. — Morgunblaði/Árni Torfason

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Það er ekki leiðinlegt að horfa á Jesus Christ Bobby, meistaraverk Mínuss frá árinu 2000, rúlla á plötuspilaranum. Gráhvítur vínillinn, sem speglar kynngimagnað umslagið, er fallegur á að líta auk þess sem hann hljómar unaðslega. Það virðist alveg sama hversu oft ég hlusta á þessa plötu, ég verð alltaf jafn hissa yfir þeim afrekum sem þarna voru unnin, af strákum rétt um tvítugt. Framsæknin, spilamennskan, lagasmíðarnar, hugsjónin, allur pakkinn. Mínus var glerhart gengi, með áru sem ógnaði Rolling Stones er hún var upp á sitt besta. Ég dæsi bara þar sem ég skrifa þetta. Sit hljóður. Hristi hausinn. Þvílíkt og annað eins!

Ekki er leiðinlegra að virða gegnsæja, gula vínilinn sem hýsir annað

...