Enn er margur, þegar þetta er skrifað, tveimur dögum fyrir birtingu, illa áttaður um það, hver verða úrslit þessara kosninga, sem bar brátt að. Um þá helgi munu menn loks vita sitthvað það, sem er þeim hulið nú. Til dæmis gætu menn gefið sér svar um ríkisstjórnina sem sprakk, hvort það hafi verið þess virði, að búa hana. Flestar ríkisstjórnir hér enda sem bland, og virtist blasa við hverjum manni strax, að sú blandan hefði lítinn styrk, enda helsta lím hennar tortryggni, í bland við fjarlæga lífsskoðun á milli manna.
Um stjórnarmyndun þá og nú
Hin óskrifaða regla hefur löngum verið sú, að forystumenn flokka, og þá sérstaklega þeir, sem hafa mesta burði eða þyngst bakland, spili fyrstu rullu í þeirri stjórn. Sagan nú síðast sýndi ótvírætt, frá fyrsta degi, að tortryggni einkenndi samstarfið innan hennar og dró því hratt úr virkni og
...