Markús Vilhjálmsson, sviðsstjóri sölu‑, markaðs‑ og þjónustusviðs hjá Strætó, segir farþegum strætós farið að fjölga á ný eftir tímabundinn samdrátt í ferðum í farsóttinni. Strætó hefur reglulega látið kanna ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Markús Vilhjálmsson, sviðsstjóri sölu‑, markaðs‑ og þjónustusviðs hjá Strætó, segir farþegum strætós farið að fjölga á ný eftir tímabundinn samdrátt í ferðum í farsóttinni.
Strætó hefur reglulega látið kanna ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins. Markús segir Gallup hafa unnið síðustu stóru ferðavenjukönnunina. Sú könnun hafi verið unnin fyrir innviðaráðuneytið, Skipulagsstofnun, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Vegagerðina, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Betri samgöngur og nái yfir tímabilið október til nóvember árið 2022.
„Í þeirri könnun kemur fram að hlutfall ferða sem farnar voru með strætó af heildarfjölda ferða á höfuðborgarsvæðinu var 5%, en það er sama hlutfall og mældist
...