Stjórn Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, hefur sent frá sér ályktun þar sem vinnubrögð sem Alþingi viðhafði við veitingu heiðurslauna Alþingis við afgreiðslu fjárlaga eru fordæmd. „Ráðgjafarnefnd um heiðurslaun listamanna var sniðgengin en leitað …
Alþingi Listamenn eru ekki sáttir við vinnubrögðin við afgreiðslu fjárlaga.
Alþingi Listamenn eru ekki sáttir við vinnubrögðin við afgreiðslu fjárlaga. — Morgunblaðið/Eggert

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, hefur sent frá sér ályktun þar sem vinnubrögð sem Alþingi viðhafði við veitingu heiðurslauna Alþingis við afgreiðslu fjárlaga eru fordæmd.

„Ráðgjafarnefnd um heiðurslaun listamanna var sniðgengin en leitað var álits hennar á þeim tveimur listamönnum sem meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hugðist tilnefna með nánast engum fyrirvara. Ekki var leitað tillagna frá ráðgjafarnefndinni og samráðið greinilega eingöngu formsatriði. Stjórn BÍL áréttar að faglega skuli staðið að ráðstöfun opinbers fjár,“ segir í ályktuninni.

Stjórn BÍL segir heiðurslaun Alþingis mikilvæg og táknræn fyrir þakkir þjóðarinnar fyrir ævistarf listamanna. Ófagleg málsmeðferð við val þeirra sem verðlaunin hljóta rýri gildi þeirra.