Ef Viðreisn og Píratar koma okkur inn í ESB leiðir það af sér glötun fullveldis.
Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún
Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún

Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún

Þeir sem þekkja söguna vita að í flestum tilvikum hefur þjóðunum vegnað best þegar þær hafa ráðið sínum málum sjálfar og það án yfirráða annarra. Við Íslendingar glötuðum fullveldi okkar um miðja 13. öld og leiddi það löngu síðar af sér hrun efnahagskerfis okkar og verslunarófrelsi. Með aukinni innlendri stjórn rétti þetta smám saman við og fullveldisdagurinn 1. desember 1918 er í mínum huga hinn raunverulegi þjóðhátíðardagur. Þeir sem komu okkur undir erlend yfirráð á 13. öld hlutu réttnefnið landráðamenn.

Með hugviti sínu og atorku hafa Íslendingar nú skapað þau lífskjör að útlendingar hafa sótt í að flytja til landsins og er mér sagt að þeir séu nú hér um 70 þúsund talsins. Margt þeirra er hið ágætasta fólk sem starfar vel. Hins vegar hefur sá mikli fjöldi skapað vandamál. Miðað við þennan fjölda þarf engan að

...