Höfnum EES/ESB-yfirgangi og njótum frelsis og eigin menningar.
Baldur Ágústsson
Baldur Ágústsson

Baldur Ágústsson

Eins og stundum áður munda ég penna minn til að tala við þig, ágæti lesandi.

Kosningar eru á næsta leiti eins og við vitum öll, heldur fyrr en við áttum von á. Sem fyrr hvet ég alla til að mæta á kjörstað og greiða atkvæði – það er raunar nauðsynlegt ef við viljum búa áfram við lýðræði í landinu okkar, Lýðveldinu Íslandi.

Víða um heim sjáum við lönd og þjóðir sem búa undir einræðisherrum sem náð hafa völdum með stjórnlagabreytingum, kosningasvindli, ofbeldi eða beinum hernaði gegn eigin þjóð og fleira mætti nefna.

Þó að við Íslendingar eigum erfitt með að sjá slíkt gerast hér á landi skyldum við ekki vanmeta styrk „óvinarins“ – og veikleika okkar.

Veikleikar

...