Við viljum byggja upp innviði til framtíðar og halda við þeim sem fyrir eru með hyggjuvit í forgrunni og reynsluna í bakgrunni.
Sveinn Óskar Sigurðsson
Sveinn Óskar Sigurðsson

Sveinn Óskar Sigurðsson

Þegar stjórnmál eru annars vegar er mikilvægt að líta til þess fjölda sem tilbúinn er til þátttöku í íslenskum stjórnmálum. Það er ekki sjálfgefið að fólk vilji taka þátt í stjórnmálum. Því ber að fagna góðri þátttöku fyrir komandi kosningar.

Ungt fólk tekur sæti á lista fyrir kosningar og þroskast í stjórnmálum. Það gerist aðeins ef aðrir, sem fyrir eru á fleti, eru veglyndir og veita þeim tækifæri. Alla tíð hefur það verið mitt leiðarljós að veita t.a.m. konum á öllum aldri brautargengi sem og öðrum frábærum einstaklingum sem annars hafa ekki fengið tækifæri á vettvangi stjórnmálanna. Þannig er það veglyndið sem vekur mig hvern dag.

Sem faðir tveggja dætra vil ég að þær sjái og viti af því að þær geta þetta allt eins og hinar sem brotið hafa ísinn, rofið hafa glerþakið. Eins

...