Það að halda uppi míkrógjaldmiðli er hrein heimska þegar annað er í boði og þjónar bara hagsmunum fárra aðila.
Valdemar Gísli Valdemarsson
Valdemar Gísli Valdemarsson

Valdemar Gísli Valdemarsson

Það hefur verið þungt yfir íslensku þjóðinni undanfarin tvö ár. Einhvers konar kreppa hangir inni með verðbólgu og tilheyrandi vaxtahækkunum Seðlabanka Íslands. Niðurdrepandi ástand sem er að sliga almenning í landinu. Klárlega bensín á verkfallseldinn. Það er hægt að fullyrða að efnahagslegur óstöðugleiki hefur farið og fer verulega mikið í skapið á Íslendingum en menn tala lítið um það sín á milli. Það er bara vond líðan. Óstöðugleiki, framtíðin óörugg, afkoma barnanna óljós. Lánþegar ræða þetta auðvitað sín á milli og barma sér yfir þessum ósköpum en vita ekkert hvað á að gera. Margt í fjármálastjórn landsins minnir á vistarbandið forðum daga sem sligaði almenning. Menn tala bara um veðrið í staðinn. Það er svo eðlilega ófyrirsjáanlegt og saklaust að vera ósammála. Fyrir hvínandi meðvirkni og aumingjaskap er gott að tala bara um veðrið. Það er ekki hægt að vera

...