Sjónvarpsþættir gerðir eftir glæpasöguflokki Evu Bjargar Ægisdóttur um lögreglukonuna Elmu eru í bígerð en framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að aðlögun á bókunum. Variety greinir frá
Sjónvarpsþættir gerðir eftir glæpasöguflokki Evu Bjargar Ægisdóttur um lögreglukonuna Elmu eru í bígerð en framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að aðlögun á bókunum. Variety greinir frá. Fyrirtækið hefur áður framleitt þættina Svörtu sanda.
Handritshöfundurinn Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir mun laga þættina að sjónvarpsskjánum. Haft er eftir Andra Ómarssyni hjá Glassriver að hann sé afar spenntur að vinna með þeim Evu og Karen.