Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Hátt í 2.000 heimili hafa í desember ár hvert þegið aðstoð í jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og segist Anna H. Pétursdóttir formaður eiga von á því sama í ár. Langflestir sem leita til Mæðrastyrksnefndar eru Íslendingar að sögn Önnu en hjá Mæðrastyrksnefnd er gerð krafa um íslenska kennitölu og að fólk hafi búið á Íslandi í a.m.k. eitt ár. Úthlutun fer fram á þremur dögum í vikunni fyrir jól auk þess sem barnafólki eru færðar jólagjafir í sérstakri úthlutun. Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vef Mæðrastyrksnefndar og hægt er að sækja um til 3. desember.
Anna segir úthlutun vanalega fara mjög vel fram og að sjá megi gleði í fólki sem kemur. „Jólaúthlutun er rausnarleg og kostar um 50 milljónir króna. Þess vegna höfum við verið að safna peningum allt árið,“ segir Anna. Leitað er
...