Íslenska kvikmyndin Ljósvíkingar, sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum í september, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á Palm Springs-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Segir í tilkynningu að hátíðin sé ein af stærstu kvikmyndahátíðum Bandaríkjanna…
Íslenska kvikmyndin Ljósvíkingar, sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum í september, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á Palm Springs-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Segir í tilkynningu að hátíðin sé ein af stærstu kvikmyndahátíðum Bandaríkjanna og sé þekkt fyrir að draga að sér viðurkenndar kvikmyndir sem hlotið hafi alþjóðlega athygli. Þá hafa framleiðendur myndarinnar verið í viðræðum við bandarísk framleiðslufyrirtæki um að endurgera hana og hafa stór nöfn í Hollywood komið að samningaborðinu en frumsýning myndarinnar á hátíðinni mun marka mikilvægan áfanga í ferðalagi hennar úti í hinum stóra heimi kvikmyndanna.