Fyrirtækið First Water, sem vinnur að uppbyggingu á laxeldi á landi í Þorlákshöfn, boðaði til hluthafafundar í vikunni og sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu. Tilefnið var að upplýsa hluthafa um gang forsvarsmanna fyrirtækisins við að safna auknu hlutafé, ásamt því að tryggja nauðsynlegt lánsfé.
Fyrirtækið hefur ráðið til verksins Lazard í Bretlandi og sækist eftir allt að 200 milljónum EUR í hlutafé (um 30 milljörðum ISK). Samhliða hefur fyrirtækið tryggt fjármögnun með nýrri 80 milljóna EUR lánalínu (um 11,6 milljarða ISK) frá Arion banka og Landsbanka, sem hægt er að auka samhliða auknu hlutafé.
Verkefnið er fjárfrekt og því nauðsynlegt að fá til fyrirtækisins frekari fjárfesta og stefnt er að því að loka hlutafjáraukningunni í janúar á næsta ári.
Í síðasta mánuði kynnti félagið að
...