Keli beitti málfræðireglum, setti efsta stig gjarnan á lýsingarorð, sagði góðastur og bestastur.
Kúra saman Keli átti það til að setja höfuð undir væng og leggja sig með Laufeyju mömmu sinni. Þau voru vinir.
Kúra saman Keli átti það til að setja höfuð undir væng og leggja sig með Laufeyju mömmu sinni. Þau voru vinir.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Hann náði því að verða tíu ára. Við vorum alveg í rusli þegar hann kvaddi okkur, enda var hann sterkur persónuleiki með stórt hjarta. Honum var umhugað um okkur, ekki síður en okkur um hann, ef einhver fór að gráta kom hann flögrandi og settist á öxl viðkomandi og varð að fá að sjá framan í þann sem grét, horfði fast með spurnarsvip. Hann gaf mikið af sér og var leiftrandi skemmtilegur,“ segir Laufey Arnardóttir um gárann Kela, sem hún og fjölskylda hennar áttu, en nú hefur hún sent frá sér barnabók sem hún byggir á fuglinum góða og hæfileikaríka. Bókin heitir Kóngsi geimfari og er öll sögð út frá sjónarhorni páfagauksins Kóngsa, enda talar gaukurinn mannamál, rétt eins og Keli gerði. Í sögunni veltir fuglinn fyrir sér ráðgátum lífsins og reynir að létta líf stráksins á heimilinu sem gengur ekki

...