Skúli S. Ólafsson
Á aðventu og jólum segjum við sögur. Það liggur einhvern veginn í loftinu um þetta leyti að frásagnir af ýmsum toga, endurminningar, skáldskapur og hugleiðingar, verða fyrirferðarmiklar í umhverfi okkar.
Sögulegar stundir
Upphafstaktur hátíðarinnar er sleginn með sögum. Nýjar bækur koma út og sumar þeirra geyma svo mergjaðar sögur að þær fanga athygli okkar. Svo þegar líður á mánuðinn fá sögurnar líf á vörum okkar, þessar vinjettur sem fjölskyldur og vinir eiga saman og rifja upp þegar fólk hittist í jólaboðum.
Já, sumar stundir reyndust sögulegar. Og í hverjum hópi má finna sögumenn sem taka að sér að flytja þessar endurteknu frásagnir og þær geta skipað stóran sess í sjálfsmynd hópsins. Það er talsverð list að segja sögu: Persónur eru kynntar til
...