Mér varð í kosningabaráttunni hugsað til orða Sigurðar Nordals í Íslenskri menningu árið 1942. „Háski sá, sem vofir yfir lýðræði nútímans og hefur víða gert það svo valt, er framar öllu fólginn í fláttskapnum, þegar almenningi er talin trú um, að hann sé kúgaður samkvæmt umboði frá honum sjálfum, eða hann er fyrst féflettur og síðan látinn þiggja sína eigin eign í mútur og náðargjafir,“ skrifaði Sigurður. „Allmargt má ganga á tréfótum um afkomu manna til þess að sá kostur sé betri að svipta þá dug og forsjá til frjálsrar sjálfbjargar og sambjargar.“
Það var ekki út í bláinn, þegar bandaríski blaðamaðurinn H. L. Mencken kvað kosningar vera uppboð á fyrirframstolnum munum. Frægur varð einn frambjóðandi Alþýðuflokksins, þegar hann var á framboði í Dalasýslu árið 1949. Fór hann á milli bæja með aðstoðarmanni sínum og spurði bændur, hvort þá vanhagaði ekki
...