Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þakkarorða íslenskrar tónlistar verður veitt í fyrsta sinn í Hörpu á Degi íslenskrar tónlistar á morgun, 1. desember. Orðuna hlýtur Magnús Eiríksson og verður af þessu tilefni efnt til mikilla tónleika til heiðurs Magnúsi.
Síðasta vor voru samþykkt tónlistarlög á Alþingi og með samþykkt þeirra varð Tónlistarráð til. Hlutverk þess er meðal annars að vera stjórnvöldum og Tónlistarmiðstöð til ráðgjafar um málefni tónlistar og taka þátt í stefnumótun Tónlistarmiðstöðvar og eflingu íslensks tónlistarlífs. Umrædd verðlaun eru heiðursverðlaun Tónlistarráðs og er þeim ætlað að heiðra starf og sköpun þess listamanns er fyrir valinu verður og um leið bjóða landsmönnum upp á einstaka tónlistarveislu, eins og það er orðað í kynningu.
...