Spyrðu tryggingarfélagið þitt um öryggi. Á ekki bara að sleppa tryggingunni?
Ragnar Halldórsson
Guðrún Hafsteinsdóttir dásamaði íslenska löggæslu í grein í blaðinu 26. nóvember sl. og kallaði Ísland öruggasta land í heimi. Það er rétt hjá henni að alþjóðlegir og innlendir glæpir eru í lágmarki á Íslandi. Þökk sé íslensku löggunni sem passar túrista og Schengen-landamærin. Takk!
En eru Íslendingar sjálfir öruggir gagnvart völdum toppanna? Nei, alls ekki. Löggan passar þig ekkert endilega gagnvart eigin hálaunuðu toppum.
Spyrðu tryggingarfélagið þitt um öryggi. Á ekki bara að sleppa tryggingunni? Það gerist jú aldrei neitt! Svarið er að það er falskt öryggi.
Misjafn sauður í mörgu fé
Athugið að löggan er stjórnsýslustofnun ríkisins. Þar starfar sama úrtak af Íslendingum og annars
...