„Þetta er risaáfangi fyrir Grænlendinga og gefur okkur einnig aukin tækifæri til að þjónusta okkar flugfarþega með fleiri tengimöguleikum. Þetta eru spennandi tímar,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og…
Grænland Stækkaður flugvöllur í Nuuk, höfuðstað Grænlendinga, mun skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna.
Grænland Stækkaður flugvöllur í Nuuk, höfuðstað Grænlendinga, mun skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna. — Ljósmynd/Steinn Hrútur Eiríksson

Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

„Þetta er risaáfangi fyrir Grænlendinga og gefur okkur einnig aukin tækifæri til að þjónusta okkar flugfarþega með fleiri tengimöguleikum. Þetta eru spennandi tímar,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs hjá Icelandair, en ný flugbraut var tekin í notkun á flugvellinum í Nuuk sl. fimmtudag, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Icelandair hyggst fljúga til Nuuk næsta sumar frá Keflavík með Boeing 737 MAX8-vélum og hefur auk þess samið við Air Greenland um samtengingu á flugi milli félaganna.

800 farþegar á klukkustund

Nú geta stærri farþegaþotur lent á vellinum en flugbrautin var lengd úr 950 metrum í 2.200 metra. Airbus 330-800-vél Air Greenland var fyrst til að lenda á vellinum en til þessa

...