Jóhanna Eðvaldsdóttir, ávallt kölluð Jóa, fæddist á Hofi í Mjóafirði 31. ágúst 1933. Hún lést á Droplaugarstöðum 11. október 2024.
Foreldrar hennar voru Eðvald Jónsson sjómaður og Hólmfríður Einarsdóttir húsmóðir. Jóhanna var næstelst níu systkina, hin eru: Garðar (látinn), Sigríður (látin), Guðrún, Einar (látinn), Jóna (látin), Vilfríður (látin), Árni (látinn) og Edda.
Jóhanna giftist Halldóri Þórðarsyni, Dóra, 6. desember 1957. Þau eignuðust fjórar dætur: Erlu, Kristínu, gift Stefáni Sveinssyni, Sveinbjörgu (látin) og Eddu, gift Kristni Einarssyni. Barnabörnin eru: Sigrún Gréta, Halldór (Erla); Arnar, Jóhann, Birgir (Kristín); Jóhanna, Guðrún, Páll (Sveinbjörg); Andri, Jóhanna Ósk (Edda). Barnabarnabörnin eru 16 talsins.
Jóhanna fæddist og ólst upp á Hofi í Mjóafirði. Hún gekk í barnaskólann
...