Jólahaldi fylgir jafnan mikill tónlistarflutningur, oft trúarlegs eðlis en þó ekki einvörðungu. Hér er bent á verk eftir níu afar ólík tónskáld (allt frá Corelli til Schnittkes) sem kalla má að hafi samið (eða útsett) jólatónlist
Af tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Jólahaldi fylgir jafnan mikill tónlistarflutningur, oft trúarlegs eðlis en þó ekki einvörðungu. Hér er bent á verk eftir níu afar ólík tónskáld (allt frá Corelli til Schnittkes) sem kalla má að hafi samið (eða útsett) jólatónlist. Sumt af þessu er meira flutt en annað en verkin eiga það sammerkt að nálgast má þau öll á helstu streymisveitum.
Arcangelo Corelli (1653-1713) var ítalskur fiðlusnillingur og tónskáld og raunar fyrsti tónsmiðurinn sem öðlaðist Evrópufrægð fyrir eingöngu hljóðfæratónlist. Hann er kunnastur fyrir að nýta sér tónlistarform sem nefnist concerto grosso (fleirtala concerti grossi) þar sem nokkur hljóðfæri leika einleik með strengjasveit. Að Corelli látnum
...