Borgin hafði enga heimild til að gefa verðmæta lóð undir mosku. Félag múslima hefur haldið lóðinni í 11 ár án framkvæmda. Skila ber því lóðinni.
Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson

Árið 2013 gaf Reykjavíkurborg Félagi múslima á Íslandi lóð undir mosku í Sogamýri. Félag múslima hefur haldið lóðinni í Sogamýri í 11 ár þrátt fyrir að framkvæmdir séu ekki hafnar. Er það brot á samþykkt skipulagsráðs borgarinnar um að framkvæmdir skuli hefjast eigi síðar en tveimur árum eftir úthlutun lóðar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt þetta, enda blasir við að stjórnsýsla borgarinnar í málinu byggist á geðþótta og virðir ekki jafnræði milli umsækjenda að lóðum. Málið virðist hafa aðeins eitt að markmiði; að tryggja Félagi múslima lóðina til framtíðar. Skiptir þá lögmætur tímafrestur til að hefja framkvæmdir engu. Lóðin er á besta stað í Reykjavík, við „borgarhliðið“. Hún blasir við þegar ekið er inn í borgina frá landsbyggðinni. Áætlað verðmæti lóðarinnar í dag er vel á annað hundrað milljónir. Lóðina við hliðina á moskulóðinni prýðir

...