Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur verða í auknum mæli varir við að gestir smygli áfengi inn á staðina. Háir áfengisskattar og erfitt efnahagsástand eru meðal ástæðna þessa en fólk á öllum aldri hefur orðið uppvíst að smygli
Djammið Sífellt algengara verður nú að fólk komi með áfengi að heiman.
Djammið Sífellt algengara verður nú að fólk komi með áfengi að heiman. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur verða í auknum mæli varir við að gestir smygli áfengi inn á staðina. Háir áfengisskattar og erfitt efnahagsástand eru meðal ástæðna þessa en fólk á öllum aldri hefur orðið uppvíst að smygli.

„Þetta hefur aukist gríðarlega síðasta árið eða tvö. Það hefur kreppt að í þjóðfélaginu en fólk vill samt alltaf skemmta sér,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, veitingamaður á Röntgen við

...