Gistinóttum á hótelum hér á landi fjölgaði um ríflega 4% í október sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru gistinætur 513.800 á landsvísu í október, samanborið við 493.800 í þeim mánuði árið 2023
Gistinætur Fjölgun varð mest á Suðurlandi. Fækkun á Austurlandi.
Gistinætur Fjölgun varð mest á Suðurlandi. Fækkun á Austurlandi. — Morgunblaðið/Eyþór

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Gistinóttum á hótelum hér á landi fjölgaði um ríflega 4% í október sl. miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru gistinætur 513.800 á landsvísu í október, samanborið við 493.800 í þeim mánuði árið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Mesta fjölgun gistinátta varð á Suðurlandi þennan mánuð, en hún nam 17%, en fækkunin varð mest á Austurlandi, 17,3%. Einnig varð fækkun á Suðurnesjum og nam hún 9,85%. Á höfuðborgarsvæðinu

...