Jónína Þórarinsdóttir fæddist á Litla-Steinsvaði í Hróarstungu 21. ágúst 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 16. nóvember 2024. Foreldrar hennar voru Valgerður Ketilsdóttir, f. 1901, d. 1989, og Þórarinn Jóel Bjarnason, f. 1891, d. 1951. Systkini Jónínu voru Laufey, f. 1916, d. 1952, Lilja Hallgerður, f. 1927, d. 2020, Steinvör, f. 1929, d. 2010, og Jakob, f. 1936, d. 2024.
Eiginmaður Jónínu var Oddur Björnsson, f. 1926, d. 2001, frá Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu. Foreldrar hans voru Björn Árnason, f. 1888, d. 1962, og Þuríður Hallsdóttir, f. 1895, d. 1989.
Jónína og Oddur gengu í hjónaband 1952. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn Jóel, f. 1952, giftur Ólöfu Zoega og eiga þau tvö börn. 2) Björn Benedikt, f. 1954, var giftur Kristínu Erlingsdóttur og eiga þau fimm börn, Björn átti eitt barn úr fyrra sambandi. 3) Laufey Valgerður,
...