Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar undirrituðu í vikunni samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur,…
Samningsgerð Eggert, Brynhildur og Einar við undirritunina.
Samningsgerð Eggert, Brynhildur og Einar við undirritunina. — Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar undirrituðu í vikunni samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Brynhildi Guðjónsdóttur leikhússtjóra Borgarleikhússins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2027. Í tilkynningu segir borgarstjóri Borgarleikhúsið leika lykilhlutverk í menningarlífi borgarbúa og landsmanna allra: „Við erum stolt og þakklát fyrir samstarfið við Leikfélag Reykjavíkur sem hefur starfað óslitið í borginni frá árinu 1897. Í leikhúsinu komum við saman og upplifum allar sterkustu tilfinningar mannlegrar tilveru og fátt færir okkur nær hvert öðru en einmitt sú upplifun. Þá er öllum reykvískum börnum boðið í heimsókn í Borgarleikhúsið á skólagöngu sinni og fá að upplifa töfra leikhússins.“

...