Nú þegar kosið er að vetri til velta því eflaust einhverjir fyrir sér hvort það kunni að hafa áhrif á kjörsóknina. Ef veðrið er slæmt gætu einhverjir veigrað sér við því að fara á kjörstað. Óalgengt er að kosið sé svo seint á árinu hérlendis en þó…

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Nú þegar kosið er að vetri til velta því eflaust einhverjir fyrir sér hvort það kunni að hafa áhrif á kjörsóknina. Ef veðrið er slæmt gætu einhverjir veigrað sér við því að fara á kjörstað. Óalgengt er að kosið sé svo seint á árinu hérlendis en þó má finna fordæmi fyrir kosningum í desember eins og fjallað var um í blaðinu í gær. Kjörsókn í alþingiskosningum á Íslandi hefur verið stöðug í kringum 80% síðasta áratuginn eða frá því í kosningunum árið 2013. Í síðustu kosningum sem voru fyrir rúmum þremur árum

...