Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram sunnudaginn 1. desember og hefst klukkan 14.
Teflt verður í nýjum höfuðstöðvum bankans, Reykjastræti 6, og eru áhorfendur velkomnir.
Flestir sterkustu skákmenn þjóðarinnar taka þátt, að því er fram kemur á heimasíðu Skáksambandsins. Í fyrra sigraði Vignir Vatnar Stefánsson stórmeistari.
Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru þrettán umferðir. Þátttaka miðast við um 100 manns að hámarki. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Verðlaun nema 500 þúsund krónum og fær sigurvegarinn í sinn hlut 160 þúsund krónur.
Þetta er 21. árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa
...