Ættingjar norska sjóliðans Sigurds Arvids Nilsens eru afar þakklátir fyrir að hafa nú fengið staðfestingu á því hver örlög hans urðu en norsk stjórnvöld hafa með formlegum hætti lýst því yfir að sjómaður, sem hvílir í kirkjugarðinum á Flateyri og hefur til þessa verið óþekktur, sé Sigurd
Leiðið Sigurd Arvid Nilsen var jarðsettur í kirkjugarðinum á Flateyri árið 1942. Á vegum norskra stjórnvalda verður legsteinn nú lagður á leiðið.
Leiðið Sigurd Arvid Nilsen var jarðsettur í kirkjugarðinum á Flateyri árið 1942. Á vegum norskra stjórnvalda verður legsteinn nú lagður á leiðið. — Ljósmynd/Guðmundur R. Björgvinsson

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Ættingjar norska sjóliðans Sigurds Arvids Nilsens eru afar þakklátir fyrir að hafa nú fengið staðfestingu á því hver örlög hans urðu en norsk stjórnvöld hafa með formlegum hætti lýst því yfir að sjómaður, sem hvílir í kirkjugarðinum á Flateyri og hefur til þessa verið óþekktur, sé Sigurd. Lík hans fannst í sjónum í apríl 1942 og á gröf hans er nú trékross með yfirskriftinni Leiði óþekkta sjómannsins en til stendur að leggja þar norskan opinberan legstein með

...