Foreldrar Viktoríu Daggar Guðmundsdóttur gáfu henni í fermingargjöf ferð á útileik með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta og ákveðið var að hún færi með föður sínum, Guðmundi Ragnari Sverrissyni, á leik á móti Ítalíu í Reggio Emilia í undankeppni Evrópumótsins sl
Á Ítalíu Feðginin Viktoría Dögg og Guðmundur í höllinni í Reggio Emilia.
Á Ítalíu Feðginin Viktoría Dögg og Guðmundur í höllinni í Reggio Emilia.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Foreldrar Viktoríu Daggar Guðmundsdóttur gáfu henni í fermingargjöf ferð á útileik með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta og ákveðið var að hún færi með föður sínum, Guðmundi Ragnari Sverrissyni, á leik á móti Ítalíu í Reggio Emilia í undankeppni Evrópumótsins sl. mánudagskvöld. „Þetta er skemmtilegasti körfuboltaleikur sem ég hef séð,“ segir hún, en Viktoría hefur æft körfubolta með ÍR síðan hún var 11 ára og farið á marga félags- og landsleiki, meðal annars á tapleikinn í Höllinni í liðinni viku.

Guðmundur Ragnar er frá Sauðárkróki og æfði og spilaði körfubolta upp alla yngri flokka með Tindastóli. Þau Aðalheiður Hannesdóttir eiga fimm börn og eru þrjú þau elstu í körfubolta í ÍR. „Hin tvö eru ekki orðin nógu gömul,“ segir

...