Kvikmyndir
Jóna Gréta
Hilmarsdóttir
Wicked, á íslensku Vonda, segir frá Elphöbu (Cynthia Erivo), sem er græn á hörund og þannig ólík öllum. Faðir hennar hafnar henni frá fæðingu, hún er lögð í einelti af jafnöldrum og er að lokum útskúfað úr samfélaginu fyrir það eitt að vera öðruvísi. Elphaba er líka göldrótt en hefur ekki lært að stjórna kröftum sínum og lítur því á þá sem bölvun frekar en hæfileika. Hins vegar þegar hún fylgir yngri systur sinni í Shiz-háskólann í Oz tekur kennarinn, Madame Morrible (Michelle Yeoh), eftir hæfileikum Elphöbu og krefst þess að hún fái líka inngöngu í skólann. Elphaba er sett í sama herbergi og Galinda (Ariana Grande), sem er vinsæl forréttindastúlka úr borgarastéttinni og klæðist aðeins bleiku. Þær ná ekki saman í byrjun, enda algjörar andstæður, en læra hægt og rólega að
...