„Veistu, ég held að þessi mannúðarhreyfing sé ómissandi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða kross Íslands. Minnst verður á næstunni að öld er liðin frá því Íslandsdeild hinna alþjóðlegu hjálparsamtaka var stofnuð
Formaður Við viljum skapa viðunandi aðstæður fyrir fólk sem er að upplifa hræðilegar aðstæður, segir Silja Bára Ómarsdóttir hér í viðtalinu.
Formaður Við viljum skapa viðunandi aðstæður fyrir fólk sem er að upplifa hræðilegar aðstæður, segir Silja Bára Ómarsdóttir hér í viðtalinu. — Morgunblaðið/Karítas

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Veistu, ég held að þessi mannúðarhreyfing sé ómissandi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða kross Íslands. Minnst verður á næstunni að öld er liðin frá því Íslandsdeild hinna alþjóðlegu hjálparsamtaka var stofnuð. Á alþjóðlega vísu varð Rauði krossinn til á síðari hluta 19. aldar í kjölfar styrjalda í Evrópu. Þegar tæpur fjórðungur var liðinn af 20. öldinni, seint á árinu 1924, náði boðskapurinn og starfið hingað að frumkvæði Sveins Björnssonar, seinna forseta

...