„Veistu, ég held að þessi mannúðarhreyfing sé ómissandi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða kross Íslands. Minnst verður á næstunni að öld er liðin frá því Íslandsdeild hinna alþjóðlegu hjálparsamtaka var stofnuð
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Veistu, ég held að þessi mannúðarhreyfing sé ómissandi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða kross Íslands. Minnst verður á næstunni að öld er liðin frá því Íslandsdeild hinna alþjóðlegu hjálparsamtaka var stofnuð. Á alþjóðlega vísu varð Rauði krossinn til á síðari hluta 19. aldar í kjölfar styrjalda í Evrópu. Þegar tæpur fjórðungur var liðinn af 20. öldinni, seint á árinu 1924, náði boðskapurinn og starfið hingað að frumkvæði Sveins Björnssonar, seinna forseta
...