Sá kostur er fyrir hendi að úrslit kosninganna í dag verði ávísun á ESB-aðildardeilur og leið til sundrungar á nýju kjörtímabili.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Á það hefur verið minnst í kosningabaráttunni að kannski hefði verið betra fyrir stjórnarflokkana að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði ekki tekið af skarið og slitið stjórnarsamstarfinu 13. október sl. Með því að bíða hefði staða flokkanna styrkst með minnkandi verðbólgu.

Bjarni tók ákvörðun sína vegna þess að einn stjórnarflokkanna, VG, hafði ályktað á landsfundi sínum gegn stjórnarsamstarfinu en vildi fresta aftökunni þar til flokknum þætti hún tímabær. Bjarni sagði réttilega að ekki yrði lengra komist vegna ósamlyndis flokka í stjórninni, mikilvæg málefni lægju óhreyfanleg.

Atburðarásin hefur verið hröð á

...