Í tilefni fullveldisdagsins á morgun, sunnudaginn 1. desember, efna Árbæjarsafn, danshópurinn Sporið, Félag harmóníkuunnenda í Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Kvæðamannafélagið Iðunn og Þjóðdansafélag Reykjavíkur til fögnuðar á Árbæjarsafni sem hefst klukkan 18 og stendur fram eftir kvöldi. Segir í tilkynningu að gestir séu hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningi en frítt sé inn og allir velkomnir.