Kínverski heimsmeistarinn Ding Liren hefur ekki staðið undir nafnbótinni frá því að hann vann Jan Nepomniachchi í einvígi þeirra í fyrra. Um það er enginn ágreiningur en skýringin kann að vera sú að hann hefur verið að glíma við slæm eftirköst covid-19
Uppgjöf Gukesh réttir fram höndina til merkis um að hann gefi fyrstu skákina í heimsmeistaraeinvíginu.
Uppgjöf Gukesh réttir fram höndina til merkis um að hann gefi fyrstu skákina í heimsmeistaraeinvíginu. — Ljósmynd/Maria Emelianova

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Kínverski heimsmeistarinn Ding Liren hefur ekki staðið undir nafnbótinni frá því að hann vann Jan Nepomniachchi í einvígi þeirra í fyrra. Um það er enginn ágreiningur en skýringin kann að vera sú að hann hefur verið að glíma við slæm eftirköst covid-19. Það var allt að því sorglegt að fylgjast með honum á Ólympíumótinu í Búdapest á dögunum, en þar vann hann ekki eina einustu skák.

En nú er hann mættur til Singapúr til að verja titil sinn. Og hvað gerist? Í fyrstu skákinni náði hann loksins að tefla eins og sönnum heimsmeistara sæmir. Gukesh var þó fljótur að ná vopnum sínum. Áreynslulaust jafntefli í 2. skák og síðan vann hann þá þriðju eftir mistök Ding Liren snemma

...