Samfylkingin hækkar fjármagnstekjuskatt um 13,63% á eldri kynslóðir sem hafa myndað sparnað í gegnum langt ævistarf og leggur stein í götu fermingarbarna.
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Það er farsælast ef stjórnmálin ná að endurspegla samtímann og raunverulegt ástand í samfélaginu, að hljóð fari saman við mynd. Stjórnmálastéttin á að leiða þjóðina fram á við með heilbrigðri samsetningu ríkisútgjalda og skatta, stuðla að virkni markaðarins og varast flókið regluverk, gæta meðalhófs, varast óþarfa inngrip og tryggja að velferðarkerfið grípi utan um þá sem þess þurfa.

Viðvarandi hallarekstur hins opinbera og stöðug lánsfjármögnun er ekki ávísun á heilbrigt efnahagsástand til framtíðar, mikil ríkisútgjöld og vöxtur hins opinbera samfara miklum umsvifum einkaaðila í hagkerfinu kallar undantekningalaust á verðbólguskot eins og við upplifum núna, með háum vöxtum og harðræði fyrir þá sem skuldsettir eru, almenning, fyrirtæki og síðast en ekki síst fyrir hið opinbera sem þarf sífellt að greiða meira fyrir

...