Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Giftir óttast gripinn mest, geymir tvinna' og víða sést, hækkar spennu hratt og best hér á sandi liggja flest
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi:
Giftir óttast gripinn mest,
geymir tvinna' og víða sést,
hækkar spennu hratt og best
hér á sandi liggja flest.
Eins og vísnaáhugamenn þekkja felst merking lausnarorðsins í hverri línu vísnagátunnar. Helgi Einarsson fann lausnina, sem birtist með kaffisopanum.
Ógn af kökukefli er.
Keflið einnig tvinna ber.
Strauminn keflið höndlar hér.
Úr hafi' á ströndu keflið fer.
...