Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga samkvæmt öllum könnunum, þótt þær sýni ekki fyllilega sömu tölur þar um. Á sama tíma hefur Samfylking dalað ögn, en ekki munar þó minna um að bæði Viðreisn og Miðflokkur hafa gefið nokkuð eftir

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga samkvæmt öllum könnunum, þótt þær sýni ekki fyllilega sömu tölur þar um. Á sama tíma hefur Samfylking dalað ögn, en ekki munar þó minna um að bæði Viðreisn og Miðflokkur hafa gefið nokkuð eftir.

Þetta sést vel í kosningaspá Metils (metill.is), sem sýnd er hér efst á síðunni, en þar eru síðustu kannanir frá öllum skoðanakönnunum teknar saman með tilliti til þess hvernig fylgni síðustu kannana einstakra fyrirtækja hefur verið við raunveruleg kosningaúrslit.

Samkvæmt henni hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki aðeins farið upp að hlið Samfylkingar líkt og skoðanakannanir hafa bent til, heldur er hann líklega kominn fram úr henni, reynist kosningahegðun og kosningaúrslit sambærileg við það sem verið hefur í síðustu kosningum.

Sömuleiðis hefur Viðreisn dalað nokkuð í fylgi, en þar hefur

...