„Til gamans tók ég saman í gær hversu mörg símtöl ég tók á einum degi. Þau voru 115,“ segir Ármann Jón Garðarsson, verkstjóri hjá Ístaki, sem hefur ásamt Einari Má Gunnarssyni hjá Íslenskum aðalverktökum verkstýrt uppbyggingu varnargarða umhverfis Grindavík og Svartsengi
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Til gamans tók ég saman í gær hversu mörg símtöl ég tók á einum degi. Þau voru 115,“ segir Ármann Jón Garðarsson, verkstjóri hjá Ístaki, sem hefur ásamt Einari Má Gunnarssyni hjá Íslenskum aðalverktökum verkstýrt uppbyggingu varnargarða umhverfis Grindavík og Svartsengi.
Upphaflega stóð til að varnargarðar yrðu sjö kílómetra langir en nú eru kílómetrarnir orðnir tvöfalt fleiri eða fjórtán. Fordæmalausir efnisflutningar hafa átt sér stað. Lætur nærri að þrjár milljónir rúmmetra af efni hafi verið fluttar. Til samanburðar voru fluttair 7,5 milljónir rúmmetra þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð en það tók fimm ár. Samanlögð lengd vega sem búnir hafa verið til er um 30 kílómetrar.