Samfylkingin stóð með pálmann í höndunum í ljósi fylgiskannana síðustu tveggja daga fyrir alþingiskosningarnar í dag og mældist mest með 21,9% fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem framkvæmd var í gær og fyrradag.
Nokkurt flökt var milli kannananna þar sem Gallup fékk út 20% fylgi við Samfylkinguna, í könnun sem einnig var birt í gær, og sé sú spá borin saman við bestu útkomu Sjálfstæðisflokksins, næststærsta flokksins ef marka má kannanir, 19,7%, munar ekki nema 0,3 prósentustigum á fylgi flokkanna.
Þrír flokkar reka lestina
Minnst mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins síðustu daga 14,5% í könnun Maskínu sem birt var á fimmtudaginn en Viðreisn naut trausts mest 19,2% samkvæmt Maskínu þann sama dag svo líklegt er að framangreindir þrír flokkar bítist um vænan skerf þingsætanna 63 um helgina.
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn lúrðu á bilinu 10,1 til 12,6% síðustu daga.
Framsókn hljóp á 7,8 til 9,4% fylgi
...