Það hellast yfir þjóðina skoðanakannanir, svo ört að menn hafa vart við að melta.
Þó er rauði þráðurinn í þeim að stjórnarflokkarnir sjá fram á mikið tap og reyndar afhroð í komandi kosningum.
Það verða þá aðrir sem taka við og spreyta sig næstu fjögur árin.
Það er ekki eins og slíkt hafi ekki gerst áður, eða man enginn viðskilnað „fyrstu hreinu rauðu“ stjórnarinnar, sem fór frá völdum 2014 eftir mikið tap og flokkur fráfarandi forsætisráðherra fór þá niður í þrjá menn.
Á þinginu núna voru líka aðeins tveir í liði Miðflokksins, en hann mælist drjúgtækur í könnunum nú, enda gamla áhöfnin mætt aftur.
Þeir tveir flokkar sem fara með himinskautum skörtuðu aðeins sex þingmönnum hvor á síðasta
...