Þráinn Bertelsson fæddist 30. nóvember 1944 í Reykjavík. „Þegar ég var 18 ára var ég búinn að eiga heima á 20 stöðum. Ég er alinn upp af pabba mínum og við flæktumst víða. Ég var oft í sveit bæði í Þingvallasveit og Grímsnesi en mér finnst ég alltaf vera Reykvíkingur. Skólaganga í barnaskóla var mjög stopul.“
Hann fékk kvikmyndadellu á unga aldri og reyndi að fara eins oft í bíó og fjárhagurinn leyfði. Oftast hafi leiðin legið í Hafnarfjörðinn þar sem boðið var upp á breitt úrval klassískra mynda og minna fór fyrir vinsælum Hollywood-myndum. „Þar sá ég til dæmis myndir Ingmars Bergman, sem voru í miklu uppáhaldi, og myndir frá austantjaldslöndum þar sem kvikmyndagerð var á mjög háu stigi,“ segir Þráinn og tekur fram að draumur hans hafi alltaf verið að starfa við kvikmyndagerð.
Þráinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
...