Gervigreind Fréttastofurnar telja málið varða brot á höfundarrétti.
Gervigreind Fréttastofurnar telja málið varða brot á höfundarrétti. — AFP/Marco Bertorello

Stærstu fréttastofur Kanada hafa lagt fram kæru á hendur OpenAI, sem á gervigreindarspjallmennið ChatGPT, þar sem þær saka fyrirtækið um að nota fréttagreinar sínar í leyfisleysi til að þjálfa spjallmennið. Telja þær þetta brot á höfundarrétti.

Á meðal þeirra fréttamiðla sem hafa höfðað kæru eru dagblaðið „The Globe and Mail“, kanadíska ríkisútvarpið CBC og dagblaðið „The Toronto Star“.

Fyrirtækin krefjast 20.000 kanadískra dollara, eða sem nemur tæplega tveimur milljónum íslenskra króna, fyrir hverja grein sem þau telja hafa verið notaða með ólögmætum hætti. Komi til sakfellingar gæti kæran því kostað OpenAI milljarða.

Talsmaður OpenAI sagði spjallmennið vera þjálfað í gögnum sem væru aðgengileg almenningi.