Hvítur á leik
Hvítur á leik

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 f5 5. d4 exd4 6. e5 b5 7. Bb3 Ra5 8. Dxd4 Bb7 9. Bd5 c6 10. Bxg8 Hxg8 11. Dd3 g6 12. 0-0 Be7 13. He1 Dc7 14. Dd6 Dd8 15. Dd3 Dc7 16. Bg5 Bxg5 17. Rxg5 Hg7 18. e6 d5 19. Rf7 Rc4 20. b3 Rd6 21. Dg3 Ke7 22. Rd2 Hc8 23. De5 Re8 24. Dd4 c5 25. Dh4+ Kf8 26. Rf3 De7 27. Df4 Rf6 28. Rd6 Hc6 29. Rxb7 Dxb7 30. Re5 Hb6 31. Rf7 Ke7 32. Had1 Re4 33. Dh6 Kf6

Staðan kom upp í ensku deildarkeppninni sl. vor. Enski alþjóðlegi meistarinn Jonah Willow (2.417) hafði hvítt gegn landa sínum og kollega, Harry Grieve (2.469). 34. Hxe4! og svartur gafst upp enda taflið gjörtapað, t.d. eftir 34. … dxe4 35. Dg5+ Kxe6 36. Rd8+. Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák fer fram á morgun. Í dag verður fimmta skák heimsmeistaraeinvígisins á milli Dings og Gukesh tefld, sjá nánar á skak.is.