Efnahagsmálin eru efst á baugi en hver mun njóta góðs af því að nú blasa bjartari tímar við?

Það eru forréttindi að búa við lýðræði í heiminum á okkar tímum. Okkur kann að finnast lýðræðið óskilvirkt og þunglamalegt, en hvað sem öllum þess göllum líður hefur ekki fundist betri kostur. Í lýðræðisríki er hægt að skiptast á skoðunum og láta menn fá það óþvegið ef svo ber undir. Svo heldur rimman áfram næsta dag.

Hér þykja slík skoðanaskipti sjálfsögð, en víða eru þau munaður. Í Rússlandi er fólk um þessar mundir dæmt í margra ára fangelsi fyrir að gagnrýna stríðið í Úkraínu. Jafnvel er nóg að nefna frið til að vera sendur í gúlagið. Þessa dagana fellur líka hver fangelsisdómurinn á eftir öðrum yfir lýðræðissinnum í Hong Kong. Þeirra glæpur er að vilja lýðræði – fyrirbæri sem kínverskum stjórnvöldum er sérlega í nöp við.

Það er því ekki sjálfsagt að búa við lýðræði, að geta gengið óttalaus til kosninga og vita að rétt verður

...