„Sú stund er runnin upp að stofna þarf sérstakt varnarmálaráðuneyti sem annast varnir landsins, framkvæmd þeirra og hefur fjármagn til að takast á við þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir
Viðvera Bandarísk kafbátaleitarflugvél af gerðinni P-8 Poseidon æfir aðflug á Akureyri, en fjöldi slíkra véla er hér.
Viðvera Bandarísk kafbátaleitarflugvél af gerðinni P-8 Poseidon æfir aðflug á Akureyri, en fjöldi slíkra véla er hér. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

„Sú stund er runnin upp að stofna þarf sérstakt varnarmálaráðuneyti sem annast varnir landsins, framkvæmd þeirra og hefur fjármagn til að takast á við þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir. Þessi málaflokkur er af þeirri stærðargráðu að skúffa í utanríkisráðuneytinu rúmar hann ekki. Það er ekki hægt að skipta varnarmálum upp á milli þriggja ráðuneyta, þ.e. utanríkis-, dómsmála- og forsætisráðuneytis. Eins þarf að tryggja þátttöku Alþingis í vörnum og öryggi Íslands. En til þess

...